Leiksilki – risastórt

(1 umsögn viðskiptavinar)

Verð:

9.500 kr.

Leiksilki er létt og flögrandi ferningslaga silki sem eykur ímýndunarafl barnsins í skapandi leik, stærð u.þ.b. 270 x 90 cm

Deila þessari vöru með vinum

Vörulýsing

Marglitt silki fyrir hugmyndaríkan leik barns, stærð u.þ.b. 270 x 90 cm.

Risasilki hentar vel fyrir himnasæng, brúðuleikhús, tjald, sirkus eða kósíhús, eða eitthvað allt annað, möguleikarnir eru endalausir.

Létt og flögrandi ferningslaga silki sem eykur ímyndunaraflið í skapandi leik.

Leiksilki er leikfang sem barnið vex ekki upp úr.

Sex litir í boði

  • regnbogalitað – rainbow
  • blátónað – sea
  • bleiktónað – blossom
  • brúntónað – desert
  • græntónað – forest
  • rauðtónað – fire

Silki er eitt vinsælasta waldorf leikfangið um allan heim, notað í skólum, leikskólum og á heimilum.

Silkið má þvo í höndunum með mildri sápu eða þvottalegi sem er sérstaklega ætlaður fyrir silki og hengja á snúru til þerris.
Góð hugmynd er að leifa barningu að þvo silkin sín sjálf í vaski eða bala eða jafnvel að taka silkið með sér í bað.
Silkið verður öðruvísi viðkomu þegar það er blautt og upplifir barnið þá silkið allt öðruvísi en þegar leikið er með þurrt silki.
Til að fá silkið aftur glansandi er best að strauja silki á miðlungs hita.

1 umsögn fyrir Leiksilki – risastórt

  1. Ragnhildur (verified owner)

    Keyptum þetta fyrir um 2 árum síðan og það líður enn varla sá dagur þar sem ekki er leikið með þetta. Eftir alla þessa notkun (og hún er mikil!) sér samt ekki á þessu. Þetta er enn eins og nýtt! Þetta er alveg magnað leikfang sem er ýmist notað sem kjóll, pils, reipitog, skikkja, tjald, slæða, ímynduð sundlaug og eiginlega allt þar á milli. Hægt að kuðla þetta niður nánast eins og í lítinn tennisbolta svo það fer ekkert fyrir þessu þegar þetta er ekki í notkun.

Bæta við umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Þú gætir einnig haft áhuga á…

Þessi síða notar vafrakökur

Með því að halda áfram samþykkir þú vafrakökunotkun.
Persónuverndarstefna.

Senda okkur ábendingu

Við erum afar þákklát fyrir allar ábendingar. Þannig að ef þú rekst á einhverja villu eða finnur ekki það sem þú leitar að þá endilega sendu okkur línu.