Vörulýsing
Hálskragi úr 100% ull.
- lífræn merino ull
- tvöfalt efni sem liggur yfir bringuna og efsta á bakinu
- nær upp hálsinn eins og rúllukragi
- litir: hvítur, grænn, rauður og blár
- fyrir börn, fæst einnig í fullorðins stærð
4.890 kr.
Hálskragi fyrir börn úr lífrænni merino ull, frá Ruskovilla
Hálskragi úr 100% ull.
Vörumerki | |
---|---|
Stærðir | |
Litur á fatnaði | |
Flokkur | |
Meðvituð vörukaup |
Ullin frá Ruskovilla inniheldur engin skaðleg yfirborðsefni og er því ekki nauðsynlegt að þvo flíkina fyrir fyrstu notkun.
Best er að viðra ullina reglulega án þess að hún sé í beinu sólarljósi eða miklum hita. Viðrun getur komið í staðinn fyrir hefðbundna þvottaraðferð.
Þvottur
Ruskovilla ullarflíkur þarf að handþvo, annað hvort í höndunum eða á handþvottarkerfi í þvottavél með mildri þeytivindu og á 30°C.
Við mælum með Sonett ull- og silki þvottaleginum og Sonett wool care sem inniheldur einnig ullarfitu sem nærir ullina. Fyrir erfiða bletti mælum við með Sonett gallsápunni. Ekki nota þvottaefni sem innihalda klór eða ensím.
Ullina má ekki þurrka í þurrkara. Eftir handþvott er best að kreysta mesta vatnið úr ullinni og rúlla henni inn í handklæði. Ekki vinda upp á ullarflíkina. Sléttu úr flíkinni í eðlilegt form og láttu hana þorna liggjandi án þess að vera í beinu sólarljósi eða miklum hita.
Það fer betur með ullarflíkur að geyma þær samanbrotnar en að láta þær hanga á herðatré.
Ruskovilla ullin hefur ekki verið meðhöndluð með efnum til varnar mölflugu.
Frá náttúrunnar hendi er ull hlý, hún andar vel, er sjálfhreinsandi, bakteríueyðandi, eldtefjandi og umhverfisvæn, og eru þetta allt ástæður fyrir því að velja flíkur úr ull.
Hrokkin uppbygging ullartrefjanna er ein helsta ástæða þessa að ullin hefur þessa frábæru kosti en þessi uppbygging er líka ástaða þess að ullin þæfist og skreppur saman við mikinn hita og núning.
En eins og með önnur náttúruleg efni, að eftir því sem ullin er unnin meira því meira fjarlægist hún þessa náttúrulegu eiginleika og umhverfisfótsporið verður stærra.
Til þess að ull þoli venjulegan þvott í þvottavél þarf að meðhöndla ullina þannig að trefjar ullarinnar verði sléttar og ekki lengur með náttúrulegt hrokkið yfirborð. Tvær aðferðir eru helst notaðar í þessu ferli, annars vegar að nota klórsýru eða að húða ullartrefjarnar með örfínni plasthúð og oft eru báðar aðferðirnar notaðar saman. Báðar þessar aðferðir eru afar óumhverfisvænar og ullin er ekki lengur þessi náttúrulega afurð eins og í upphafi. Þrátt fyrir þessa meðhöndlun á ullinni þá er hún samt oftast merkt sem 100% ull.
Ruskovilla ullin er hrein og hefur hvorki verið meðhöndluð með klórsýru eða húðuð með plasti ne öðrum óumhverfisvænum efnum.
Frekari upplýsingar um Ruskovilla má finna hér.
Bambus.is
Bambusbúðin ehf.
kt. 4301200340
VSK. nr. 136616
Þessi vefsíða notar vafrakökur svo að hægt sé að veita þér betri upplifun á vefsíðunni. Upplýsingar um vafrakökur eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðuna og hjálpa vefsíðunni að skilja hvaða hlutar vefsíðunnar þér finnst áhugaverðir og gagnlegir.
Vafrakökur eru t.d. nauðsynlegar til að halda utan um vörur sem þú hefur sett í körfuna.
Frekari upplýsingar má nálgast undir persónuverndarstefnu síðunnar.
Sumar vafrakökur eru nauðsynlegar fyrir virkni síðunnar, án þeirra mun síðan ekki virka á réttan hátt og eru þessar vafrakökur sjálfkrafa virkar.
If you disable this cookie, we will not be able to save your preferences. This means that every time you visit this website you will need to enable or disable cookies again.
Þessi vefsíða notar Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum eins og t.d. hvað margir skoða síðuna og hvað er mest skoðað.
Með því að samþykkja þessari vafrakökur hjálparðu okkur að bæta vefsíðuna.
Please enable Strictly Necessary Cookies first so that we can save your preferences!
Tinna –
Þessir eru allra bestir, þeir eru svo mjúkir og teygjanlegir. Ég keypti minnstu stærðina fyrir krílið mitt þegar hann var 3 mánaða og kraginn vex með honum 🥰 hann nær lagt niður á bringu svo honum er aldrei kalt.
Aníta (verified owner) –
Fullkominn kragi. þykkur, mjúkur, teygjanlegur, þæginlegur og fallegur