Cart

Föstudagurinn 31. mars 2023

Opið laugardaginn 1. april


Fimmtudagurinn 30. mars 2023

Frétt dagsins!

Í dag kom í búðina til mín kona að kaupa vatnshelt PUL efni. Þegar ég spurði hana út í hvað hana vantaði mikið og í hvaða lit þá kom í ljós að hún var að kaupa efnið fyrir skólaverkefni þar sem stelpur sem hún er að kenna, munu sauma margnota dömubindi sem verða síðan send til Ghana í Afríku.

Dömubindi er eitthvað sem okkur finnst svo sjálfsagður hlutur, en á mörgum stöðum í Afríku geta stelpur ekki mætt í skólann þegar þær eru á blæðingum af því að þær einfaldlega eiga hvorki dömubindi né nærbuxur.

Mér fannst alveg dásamlegt að heyra um þetta verkefni, að stelpur hér á Íslandi væru að fara að sauma dömubindi fyrir jafnaldra sína í Afríku, og að stelpurnar væru bæði spenntar og jákvæðar fyrir þessu verkefni.

Ég ákvað að leggja smá af mörkum og gefa þeim PUL efnið til að nota í bindin, en það er samt ekki aðalatriðið í þessu, heldur það að þarna eru stelpurnar ekki bara að læra að sauma dömubindi heldur líka að læra um jafnaldra sína í Afríku og gefa einstaka gjöf sem mun hjálpa. Þannig að þetta finnst mér vera frétt dagsins í dag


Þriðjudagurinn 7. mars 2023

Samfelluframlenging


Föstudagurinn 3. mars 2023

Rýmingarsala á völdum vörum


Fimmtudagurinn 9. febrúar 2023

Breytingar – allt á hvolf

Í 15 ár höfum við flutt inn og selt taubleiur. Margt hefur breyst á þessum árum.
Nú í dag eru talsvert fleiri fyrirtæki að framleiða taubleiur og aðgengi að þeim einnig orðið betra.
Leikskólar eru líka jákvæðari fyrir taubleium núna en var hér áður.
Okkar von er ennþá sú að taubleiunotkun taki yfir og bréfbleiur verði undantekningin.
En eftir þessi 15 ár í taubleiubransanum höfum við ákveðið að leyfa öðrum að taka við þeim bolta.
Við munum klára að selja allar taubleiuvörurnar sem við eigum á lager og þegar það er búið þá er það búið.
Það verða því smá áherslubreytingar hjá okkur og nýjar vörur munum bætast við á næstu mánuðum.


Miðvikudagurinn 1. febrúar 2023

Opið fyrsta laugardag í mánuði

Nú höfum við bætt við opnunartíma þannig að það verður opið fyrsta laugardag í mánuði frá kl.12-15


Mánudagurinn 16. janúar 2023

Ski cap lambhúshettur

Ski cap lambhúshetturnar frá Ruskovilla eru frábærar í kuldanum og snjónum.
Og Ruskovilla var til í að gera fyrir okkur fleiri ski cap í barnastærð.

Ski Cap barna fæst í bláu, rauðu og grænu
Ski Cap fullorðins fæst í rauðu, grænu og hvítu


Þriðjudagurinn 3. janúar 2023

Afsláttur

Það eru smá breytingar í gangi hjá okkur í Bambusbúðinni
og því bjóðum við 20% – 70% afslátt af margnota vörum.
Allar taubleiur og fylgihlutir á 30% – 60% afslætti.
Valin dömubindi, túrtappar og veski á 20% – 70% afslætti.


Laugardagurinn 31. desember 2022

Áramótakveðja


Þriðjudagurinn 27. desember 2022

Taubleiuafsláttur

Allir taubleiuafslættir eru komnir inn í netverslunina.
30%-60% afsláttur af öllum taubleium og fylgihlutum.
Engin þörf á afsláttarkóðum lengur.


Mánudagurinn 26. desember 2022

Breyting á skilmálum

Allar inneignarnótur og gjafabréf hjá okkur sem hafa verið gefin út og verða gefin út, hafa ekki gildistíma og renna ekki út.Laugardagurinn 24. desember 2022

Gleðilega hátíð


Miðvikudagurinn 21. desember 2022

Síðustu opnunartímar fyrir jólMánudagurinn 19. desember 2022

Hvað er svona gott við bývaxkerti?

Hvers vegna ætti maður að velja kerti út býflugnavaxi framyfir en önnur kerti?


Fimmtudagurinn 15. desember 2022

Jóla-skraut fyrir hátíðahringinn

Nú hafa bæst við ný skraut fyrir hátíðahringinn, sem passa sérstaklega vel fyrir þennan árstíma.


Miðvikudagurinn 30. nóvember 2022

Blær og stilla

Vorum að fá alveg einstaka vöru til okkar, hljómplötuna „Blær og stilla“ sem er breiðskífa með töfrandi tónlist eftir Ingu Björk Ingadóttur


Mánudagurinn 27. nóvember 2022

Laugardagsopnun í desember

Opið verður hjá okkur alla laugardaga til jóla, frá kl.12-15.


Sunnudagurinn 27. nóvember 2022

Bækur á afslætti

Bækur um meðgöngu, fæðingu, brjóstagjöf og uppeldi eru nú á 30% – 50% afslætti.
Fimmtudagurinn 24. nóvember 2022

Leikfangasending

Erum að taka upp dásamlega sendingu af Grimm’s leikföngum sem mörg hver voru orðin uppseld hjá okkur.


Miðvikudagurinn 16. nóvember 2022

Taubleiur á afslætti

Nú ætlum við að rýma aðeins til og bjóðum því allar taubleiur og taubleiufylgihluti á afslætti.
Blueberry, bumGenius, Chelory, Flip, Poplini, Snappi og TotsBots, allt á 30% afslætti.
Elemental Joy, CJ’s BUTTer, Panda og XKKO á 45% afslætti, einnig eru bumGenius innlegg, bumGenius mini taubleiupoki, bumGenius big og bigger á 45% afslætti.
Til þess að virkja afslættina þarf að setja inn afsláttarkóða þegar pöntunin er kláruð.

Afsláttarkóðar:
taubleiur-30
taubleiur-15

Afsláttarkóðarnir eru 2, fyrri kóðinn (taubleiur-30) setur allar taubleiur á 30% afslátt og seinni kóðinn (taubleiur-15) bætir svo auka 15% afslætti ofan á þær vörur sem eru með 45% afslátt.


Mánudagurinn 7. nóvember 2022

Nýjar brúður frá Brúðusmiðjunni

Vorum að fá þessar æðislegu handgerðu brúður frá Brúðusmiðjunni.

Graskersbrúður

Nýjir litir af stjörnudúkkum

Brúður sem eru 22 cm á hæð


Sunnudagurinn 6. nóvember 2022

Ruskovilla sérpantanir

Núna bjóðum við uppá sérpantanir á fatnaði úr lífrænni ull og silki frá Ruskovilla.

Hér í gegnum sérpöntunarsíðuna er hægt að leggja inn pantanir á frábæra fatnaðnum frá Ruskovilla.
Tekið er á móti pöntunum til 12. nóvember.


Þriðjudagurinn 1. nóvember 2022

Jólabasar hjá Waldorfskólanum Sólstöfum

Yndislegi jólabasarinn hjá Sólstöfum er á næsta laugardag og okkur er boðið að vera með eins og fyrri ár.

Á basarnum verður fullt af fallegu handverki, vöfflusala og ekki má gleyma brúðuleiksýningunni fyrir yngstu börnin.

Við verðum með ýmsar Waldorf tendar vörur frá okkur, eins og t.d. málningu til að mála blautt-á-blautt, liti, silki og fleira.

Hlökkum mikið til

Sýnishorn af handverki á basarnum


Laugardagurinn 22. október 2022

15 ára afmæli

Fyrir 15 árum síðan fékk ég þá flugu í höfuðið að opna netverslun, að flytja inn vörur sem mér fannst spennandi og setja upp netsíðu til að selja í gegnum. Þetta var allt mjög lítið til að byrja með, aðeins nokkrar vörur og heimasíðan sett upp í hdml.

Við ætlum að halda uppá þessi 15 ár með því að bjóða 15% afslátt af öllum vörum, bæði í búðinni okkar og á netinu með afsláttarkóðanum: 15ára
Afsátturinn gildir út októbermánuði.