Vörulýsing
Brjóstainnlegg úr lífrænni merino ull og lífrænu silki.
Önnur hlið innleggsins er með ull og hin hliðin með silki.
Ullin og silkið vernda brjóstin fyrir kulda og silkið verndar sérstaklega viðkvæmar gerivörturnar.
Henta einnig eftir brjóstnám.
Stærðt: u.þ.b. 20cm í þvermál.
Handgert í Finnlandi.
Frekari upplýsingar um Ruskovilla má finna hér (á ensku).
Umhirða
Hvernig er best að þvo Ruskovilla silki-ull
Silki-ullin frá Ruskovilla inniheldur engin skaðleg yfirborðsefni og er því ekki nauðsynlegt að þvo flíkina fyrir fyrstu notkun.
Best er að viðra silki-ullina reglulega án þess að hún sé í beinu sólarljósi eða miklum hita. Viðrun getur komið í staðinn fyrir hefðbundna þvottaraðferð.
Þvottur
Ruskovilla flík úr silki-ull þarf að handþvo, annað hvort í höndunum eða á handþvottarkerfi í þvottavél með mildri þeytivindu og á 30°C.
Við mælum með Sonett ull- og silki þvottaleginum og fyrir erfiða bletti mælum við með Sonett gallsápunni. Ekki nota þvottaefni sem innihalda klór eða ensím.
Flík úr silki-ull má ekki þurrka í þurrkara. Eftir handþvott er best að kreysta mesta vatnið úr og rúlla síðan flíkinni inn í handklæði. Ekki vinda upp á flík úr silki-ull. Sléttu varlega úr flíkinni í eðlilegt form á meðan hún er blaut og láttu hana þorna liggjandi án þess að vera í beinu sólarljósi eða miklum hita.
Það fer betur með flíkur úr silki-ull að geyma þær samanbrotnar en að láta þær hanga á herðatré.
Ruskovilla silki-ullin hefur ekki verið meðhöndluð með efnum til varnar mölflugum.
Hvers vegna þolir Ruskovilla ullin ekki venjulegt þvottakerfi í þvottavél?
Frá náttúrunnar hendi er silki-ull einstaklega mjúk, hún er hlý í kulda en einnig svöl í hita, silki-ullin andar vel, hún er sjálfhreinsandi og umhverfisvæn, og eru þetta allt ástæður fyrir því að velja flík úr silki-ull.
Hrokkin uppbygging ullartrefjanna í silki-ullinni er ein helsta ástæða þess að silki-ullin hefur þessa frábæru kosti en þessi uppbygging er líka ástaða þess að silki-ullin þæfist og skreppur saman við mikinn hita og núning.
Eins og með önnur náttúruleg efni, að eftir því sem silki og ull eru unnin meira því meira fjarlægist þau þessa náttúrulegu eiginleika og umhverfisfótsporið verður stærra.
Til þess að silki-ull þoli venjulegan þvott í þvottavél þarf að meðhöndla ullina þannig að trefjarnar verði sléttar og ekki lengur með náttúrulegt hrokkið yfirborð.
Tvær aðferðir eru helst notaðar í þessu ferli, annars vegar að nota klórsýru eða að húða ullartrefjarnar með örfínni plasthúð og oft eru báðar aðferðirnar notaðar saman. Báðar þessar aðferðir eru afar óumhverfisvænar og ullin er ekki lengur þessi náttúrulega afurð eins og í upphafi. Þrátt fyrir þessa meðhöndlun á ullinni þá er hún samt oftast merkt sem 100% ull.
Ruskovilla ullin í silki-ullinni er hrein og hefur hvorki verið meðhöndluð með klórsýru eða húðuð með einhverjum efnum.
Frekari upplýsingar um Ruskovilla má finna hér.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir um þessa vöru.