Vörulýsing
Leiksilki með dásamlegri ævintýramynd þar sem finna má sögupersónur úr ýmsum þekktum ævintýrum eins og Rauðhettu, Pétur Pan, Þyrnirós og fleiri.
Með silkinu fylgir leitarspjald með myndum á, sem gaman er að nota til að leita og para saman við sömu myndir á silkinu.
Finnur þú allar myndirnar?
Ævintýrasilkið er tilvalið að nota við sögustund eða hengja upp á vegg sem skraut, en nýtist líka á óteljandi aðra vegu eins og önnur leiksilki.
Leiksilki er leikfang sem barnið vex ekki upp úr.
Stærð: 53 x 74 cm.
100% hreint silki litað með eiturefnalausum litum.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir um þessa vöru.