Vörulýsing
Fallega myndskreytt jóladagatal sem stendur á borði. Framhliðin er teiknuð með pastellitum og þegar gluggarnir eru opnaðir koma í ljós heillandi krítarteikningar.
Á dagatalinu eru fjögur ljós aðventunnar ásamt stemningsmyndum í aðdraganda jóla og vetrargleði.
Dagatalið er með 25 opnanlega glugga, þannig að það hentar fyrir alla. Fyrir þá sem enda á aðfangadag er fallegur auka gluggi til að opna sem bónus í lokin og fyrir þá sem enda á jóladag þá er síðasti glugginn opnaður þá.
Á bakhlið dagatalsins er aðventuvers á fjórum tungumálum (ensku, þýsku, spænsku og hollensku).
Dagatalið er hannð þannig að það getur staðið á borði með því að brjóta hliðarnar fram.
Hæð 29,5m, breidd 42cm.
Framleitt í Hollandi í prentsmiðju sem leggur áherslu á sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð.















Umsagnir
Það eru engar umsagnir um þessa vöru.