Gjafabók, reynslusögur íslenskra kvenna af brjóstagjöf – 50% afsláttur
Gjafabók, reynslusögur íslenskra kvenna af brjóstagjöf – 50% afsláttur
2.700 kr. 1.350 kr.
Vörulýsing
Gjafabók, reynslusögur íslenskra kvenna af brjóstagjöf
Hva! Ertu ennþá með hann á brjósti? Drengurinn var reyndar nýskriðinn á þriðja árið svo spurningin var kannski ekki alveg út í hött en fyrir mér var brjóstagjöfinni hvergi nærri lokið. Ég mjólkaði eins og besta verðlaunakýr og auðvitað um að gera að nýta þessa auðlind barninu til gagns og okkur báðum til ánægju …
Svona byrjar fyrsta sagan í bókinni um reynslu íslenskra kvenna af brjóstagjöf. Viðbrögðin létu ekki á sér standa þegar auglýst var eftir sögum. Afraksturinn er átján hjartnæmar sögur, skrifaðar af mikilli tilfinningu og næmni. Brjóstagjöf er sjaldnast bara næring og oft geta ófyrirséðar áskoranir komið upp. Í bókinni er að finna pistil eftir Ingibjörgu Baldursdóttur, stuðningskonu og IBCLC brjóstagjafaráðgjafa, um ávinning langrar brjóstagjafar og einnig upplýsingar um það hvert hægt er að leita til þess að fræðast meira um brjóstagjöf og fá stuðning þegar vandamál koma upp.
Aðrar upplýsingar
Þyngd | 220 g |
---|
Umsagnir
Það eru engar umsagnir um þessa vöru.