Leiksilki – stórt einlitt

(1 umsögn viðskiptavinar)

Verð:

3.190 kr.

Leiksilki er létt og flögrandi ferningslaga silki sem eykur ímýndunarafl barnsins í skapandi leik, stærð u.þ.b. 90 x 90 cm

Deila þessari vöru með vinum

Vörulýsing

Stórt einlitt leiksilki fyrir hugmyndaríkan leik barns, stærð u.þ.b. 90 x 90 cm.

Silkið getur verið hvað sem er, t.d. skikkja, dúkkhengirúm, tjald, fljúgandi töfrateppi, möguleikarnir eru endalausir.

Létt og flögrandi ferningslaga silki sem eykur ímyndunaraflið í skapandi leik.

Leiksilki er leikfang sem barnið vex ekki upp úr.

Silki er eitt vinsælasta waldorf leikfangið, notað í skólum, leikskólum og á heimilum út um allan heim.

Leiksilkin frá Sarah’s Silks eru lituð með eiturefnalausum litum.

Aðrar upplýsingar

Vörumerki

Aldursflokkur

Mælt með fyrir

, , , , , ,

Litaþema

, , , ,

Flokkur

,

Umhirða

Silkið má þvo í höndunum með mildri sápu eða silkisápu (t.d. Sonett ull- og silki þvottlegi eða Sonett ull- og silki sensitive þvottalegi) og hengja á snúru til þerris.

Góð hugmynd er að leifa barningu að þvo silkin sín sjálf í vaski eða bala eða jafnvel að taka silkið með sér í bað.
Silkið verður öðruvísi viðkomu þegar það er blautt og upplifir barnið þá silkið allt öðruvísi en þegar leikið er með þurrt silki.

Til að fá silkið aftur glansandi er best að strauja silki á miðlungs hita.

1 umsögn fyrir Leiksilki – stórt einlitt

  1. Stella Óskarsdóttir (verified owner)

    Mér finnst þessar slæðir alveg ómissandi. Ég nota þær um hálsinn á mér þegar ég sef og jafnvel á daginn. Ég er með asma og þarf að verja vel á mér hálsinn. Takk fyrir þessar slæður. Þær eru passlega þykkar og þar af leiðandi endast þær kannski ekki lengi en þá er bara að kaupa sér nýja því slæðurnar eru ekki dýrar. Í vetur voru allir að fá kvef þess vegna á eiginmaðurinn tvær slæður og sonur minn eina sem þeir nota á nóttinni. Það vantar bara svarta langa fyrir þá á daginn.

Bæta við umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Þú gætir einnig haft áhuga á…