LanaCare brjóstainnlegg úr lífrænni ull

Verð:

1.990 kr.2.990 kr.

LANACare Soft Line brjóstainnlegg úr 100% hreinni og lífrænni merino ull

Deila þessari vöru með vinum

Vörulýsing

LANACare Soft Line brjóstainnlegg úr tveimur lögum af 100% hreinni lífrænni merino ull.

Brjóstainnlegg úr ull henta ekki eingöngu fyrir mæður með barn á brjósti heldur líka fyrir konur sem hafa farið í brjóstnmán.

Stærðartafla til viðmiðunar á skálastærð:

  • Mini (9 cm) hylur aðeins hluta af brjóstinu og er helst bara notað fyrir leka
  • X-Small (12 cm) A / B skálastærð
  • Small (15 cm) B / C skálastærð – hylur allt brjóstið, en passar samt í flesta brjóstahaldara
  • Medium (18 cm) C / D skálastærð
  • Large (22 cm) D skálastærð og stærri – mjög stór innlegg
  • Oval (22 x 27 cm) C skálastærð og stærri – oval er dropalaga og hentar sérstaklega vel fyrir konum sem glíma við endurteknar stíflur á svæðinu sem liggur að handakrikanum, hylur mikið svæði og er mjórri hluti innleggsins látinn liggja í átt að handarkrykanum

 

Brjóstainnleggin eru stór því þau eru ekki eingöngu til að draga í sig mjólk heldur líka til að vernda og halda hita á brjóstunum. Því er best að vera með innlegg sem hilur allt brjóstið.

Kostir þess að nota brjóstainnlegg úr ull fyrir mjólkandi mæður.
Hver móðir vill upplifa brjóstagjöfina sem jákvæða reynslu fyrir sig og barnið sitt. LanaCare brjóstainnleggin eru einstaklega mjúk og sefandi og veita bestu aðstæður fyrir árangursríka brjóstagjöf.

  • flestar konur þurfa aðeins tvö pör af ullar innleggjum fyrir allt brjóstagjafatímabilið
  • lanolin í ullinni heldur henni ferskri og hreinni
  • brjóstainnleggin veita yl og eru þurr viðkomu þó þau séu blaut, ullin dregur í sig allt að 40% af eigin þyngd áður en hún verður blaut viðkomu
  • innleggin má þurrka á volgum ofni þegar þau eru blaut
  • um áraraðir hafa ljósmæður í Skandinavíu ráðlagt konum að vernda brjóst sín fyrir vindi og kulda til að koma í veg fyrir brjóstabólgur, brjóstastíflur og sýkingar
  • ráðlagt er að nota stærð sem hylur allt brjóstið

 

Þar sem ullin einangar bæði kulda og hita er ráðlagt að nota brjóstainnleggin bæði sumar og vetur.
Fleiri konur lenda í því að fá brjóstastíflu að sumri til en að vetri til.

Brjóstainnlegg úr ull geta líka hjálpað til í byrjun meðgöngu þegar mikil spenna er í brjóstunum.

 

LanaCare ullin hefur lífrænar vottanir frá KBT, IVN og GOTS vottanir.

Bambus.is
Yfirlit

Þessi vefsíða notar vafrakökur svo að hægt sé að veita þér betri upplifun á vefsíðunni. Upplýsingar um vafrakökur eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðuna og hjálpa vefsíðunni að skilja hvaða hlutar vefsíðunnar þér finnst áhugaverðir og gagnlegir.
Vafrakökur eru t.d. nauðsynlegar til að halda utan um vörur sem þú hefur sett í körfuna.

Frekari upplýsingar má nálgast undir persónuverndarstefnu síðunnar.