HYF11 – Mega bindi
HYF11 – Mega bindi
4.490 kr.
Margnota bindi úr lífrænni bómull
Keypt magn | Afsláttur | |
---|---|---|
Magnafsláttur af bindum | 5 - 10 | 5% |
Magnafsláttur af bindum | 11 + | 10% |
Vörulýsing
Margnota bindi úr lífrænni bómull frá breska fyrirtækinu Honour Your Flow
Mega bindið er mjög stórt bindi á allavegu, 43 cm að lengd, breidd að aftan um 21 cm, breidd að fram um 15 cm, breidd í miðju um 8 cm.
Þetta er stærsta og rakadrægasta bindið og það tekur við mjög miklu. Það hentar fyrir mjög mikið flæði, sem næturbindi, fyrir blæðingar eftir fæðingu, fyrir mikið flæði við tíðahvörf.
Viðmiðunarstærð frá framleiðanda, fatastærð 42-60 (ef þú ert í stærð 40 eða minna þá eru líkur á því að bindið sé of stórt).

Mega bindi í nærbuxum í stærð 48
Hvernig er mega bindið uppbyggt:
- lífrænt bómullarvelúr næst húðinni
- kjarni úr 4 lögum af rakadrægu lífrænu bómullarflísefni
- hluti kjarnans er laus (til að stitta þurrktímann)
- vatnshelt PUL efni (falið)
- lífrænt bómulljersey á bakhlið

Mega bindið er með op að aftan þar sem lausi kjarninn er settur inn
Hægt er að fá auka megakjarna úr tveimur lögum af lífrænu bómullarflísefni, ef þörf er á ennþá meiri rakadrægni.

Öll bindin eru með vængjum sem smellast utan um klofstikkið á nærbuxunum
Bindin frá Honour Your Flow henta einnig vel fyrir þvagleka, bæði fyrir konur og karla.
Má þvo á allt að 60°C
Framleitt í Bretlandi
Aðvörun! Að nota margnota bindi úr lífrænni bómull gæti breytt lífi þínu
Hér sést hvernig lausi kjarninn er sett inn í bindið fyrir notkun:
Umsagnir
Það eru engar umsagnir um þessa vöru.