Vörulýsing
Stylus Pro notast eins og penni í vaxmálun og hentar sérstaklega vel til að undirstrika smáatriði en nýtist einnig fyrir margt fleira.
Þrír hausar fylgja með og eru þeir notaðir á mismunandi hátt til að gera línur, punkta, skugga, blanda liti á afmörkuðum svæðum og ótal margt fleira, myndræn sköpun og blöndun verður nákvæmari og fjölbreyttari
- hefðbundinn teiknioddur
- burstahaus með fléttuðum vírum
- flatur rétthyrningur (28 x 10 mm)
Með Stylus Pro pennanum fylgir einnig nettur standur þannig að auðvelt er að leggja pennann frá sér þó hann sé heitur.
Tvær hitastillingar eru á pennanum
- stilling 1 – mest notað, hentar fyrir vel fyrir odda og minni hausa
- stilling 2 – fyrir auka hitabúst og fyrir stærri hausa
Umsagnir
Það eru engar umsagnir um þessa vöru.