Hvernig er best að þvo Ruskovilla silki

Ruskovilla silkiflík þarf að handþvo, annað hvort í höndunum eða á handþvottarkerfi (silkiþvottakefi) í þvottavél með mjög mildri þeytivindu og á 30°C.

Við mælum með Sonett ull- og silki þvottaleginum og fyrir erfiða bletti mælum við með Sonett gallsápunni. Ekki nota þvottaefni sem innihalda klór eða ensím.

Silkiflík má ekki þurrka í þurrkara. Eftir handþvott er hægt að rúlla flíkinni inn í handklæði sem dregur þá í sig mesta vatnið. Ekki vinda upp á silkiflík. Sléttu varlega úr flíkinni í eðlilegt form á meðan hún er blaut og láttu hana þorna liggjandi án þess að vera í beinu sólarljósi eða miklum hita. Ef strauja þarf flíkina er best að gera það á röngunni og á meðan hún er rök.

Silki frá Ruskovilla inniheldur engin skaðleg yfirborðsefni og er því ekki nauðsynlegt að þvo flíkina fyrir fyrstu notkun.

Silki nýtur góðs af reglulegri viðrun án þess að það sé í beinu sólarljósi, í rigningu eða nálægt miklum hita.

Ef það er mögulegt þá fer það betur með silki ef það kemst ekki í beina snertingu við snyrtivörur eins og svitalyktareyði og ilmvötn.

Þegar viðrunin dugar ekki fyrir silkiflíkina er komið að því að þvo hana.

Silkiflík ætti ekki að geyma óhreina heldur þvo hana eins fljótt og hægt er efir notkun.

Frekari upplýsingar um Ruskovilla má finna hér.

Þvottaleiðbeiningar - þvottatákn fyrir silki

Verslun

Karfa

0 0

Minn aðgangur